Matthías Johannessen ‎– Sókrates

Label:
Fálkinn ‎– KALP 44
Format:
Vinyl, LP, Album
Country:
Released:
Genre:
Style:

Tracklist

1 Matthías Johannessen Höfundur.
2 Fálkinn Útgefandi.

Notes

Matthías Johannessen -1974- Sókrates. [1 LP] ''Leikrit / útgefandi: Fálkinn. KALP 44.''

Flokkur - Leikrit.
Útgefandi - Fálkinn.
Útgáfuár - 1974
Útgáfustaður - Reykjavík.
Made in Danmark.

„Sókrates" Matthíasar á hljómplötu.

Fálkinn h.f. hefur gefið út hljómplötu með leikritinu Sókratesi eftir Matthias Johannessen.
Leikrit þetta hefur aðeins einu sinni verið flutt, i útvarpi árið 1971. 1 leikriti þessu er teflt saman
ýmsu frægðarfólki úr mannkynssögunni,
þ.e. Sókratesi (Valur Gíslason), Madame de Pompadour (Helga Bachmann), Van Gogh (Árni Tryggvason),
Darwin (Gunnar Eyjóifsson), Galileó (Ævar Kvaran) og Sólkonungurinn (Jón Aðils). Þá fær ein frægðarhetja
islensk að fljóta með, og er það Sölvi Helgason (Þórhallur Sigurðsson). Sögumaður er Helgi Skúlason.

Á plötuumslagi eru upplýsingar um islenska leikritun eftir Svein Einarsson þjóðleikhússtjóra, og
segir hann þar m.a. um þetta verk Matthiasar: „Hann hefur þar að minu viti náð sér á strik i leikrituninni.
Þetta er glettilegt verk, skreytt skáldlegum hygdettum, leynir á sér likt og höfundur þess hefur leynt á sér og
lofar góðu fyrir framtiðina".

Haraldur Ólafsson forstjóri Fálkans hefur getið þess að i ráði hafi verið að gefa út á plötu leik- þáttinn Jón gamla,
sem sýndur var i sjónvarpinu, en upptakan sem til var reyndist ekki nothæf.
Upptakan á Sókratesi mun hins vegar hafa tekist vel.
Þessi plötuútgáfa er þáttur i þeirri lofsverðu framtakssemi Fálkans að koma fslenskum bókmenntum
á framfæri á hljómplótum.
Þetta er sennilega ekki á- góðavænlegt fyrirtæki, en hefur mikið menningarlegt gildi og hefur komið að góðum
notum t.d. i skólum.
Þjóðviljinn. 1974

Reviews