Thoranna Bjornsdottir aka Trouble ‎– Hljóðsýnirýni

Label:
Not On Label ‎– none
Format:
4 × File, WAV
Country:
Released:
Genre:
Style:

Tracklist

Credits

Notes

Hljóðsýnirýnin voru samin í júlí og ágúst árið 2007 fyrir þáttinn Víðsjá á RÚV 1. Þau eru hljóð úr hversdagsleikanum, hrá og óunnin en sett saman eftir því sem var mér hugleikið á þessu tímabili. Verkið er tileinkað Úlfhildi Lokbrá dóttur minni.

Hljóðsýnirýni i; Dagdraumur
Sum verk krefjast lítillar hugsunar en gefa manni tækifæri til að dreyma.... dagdreyma. Umhverfið leysist smám saman upp, tíminn verður manni óviðkomandi og hugur og hönd vinna líkt og í leiðslu. Hljóðið umhverfis verður óhlutbundið og ímyndunaraflið tekur yfirhöndina.

Hljóðsýnirýni ii; Straumhvörf
Úr iðrum jarðar sprettur fram ómældur, hvikull kraftur og ef beislaður verður hann að annars konar illsýnilegri, illskilgreinanlegri orku. Leidd uppá yfirborðið, allt umkring og umliggjandi, fær ýmsar birtingarmyndirnar og ef grannt er hlustað má greina í stöðugum nið hennar, hljómfall og síbreytilegan syngjanda.

Hljóðsýnirýni iii; Haustsins hljóðvekja
Hrynjandi rigningarinnar og grámi himinsins kallar á þörf hjá mér til að framkvæma ýmis hljóð...hljóð sem tilheyra ofankomunni og drunum flugvéla sem eru táknrænar fyrir brottför farfuglanna og komu haustsins. Þessi hljóð leynast óhreyfð í andrúmsloftinu þar til þau vakna í hugsun um framtíðina, þetta er því "haustsins hljóðvekja".

Hljóðsýnirýni iv; Persóna
Ég var að hugsa um það sem maður heyrir ásamt því sem maður ekki heyrir...það sem blundar í undirmeðvitundinni.

(c) Thoranna Bjornsdottir aka Trouble.

Reviews