Róbert Arnfinnsson

Róbert Arnfinnsson

Real Name:
Róbert Arnfinnsson
Profile:
Róbert Arnfinnsson / Icelandic.
Róbert Arnfinnsson (f. 16. ágúst 1923 í Leipzig í Þýskalandi, d. 1. júlí 2013) er íslenskur leikari.

Ró­bert lauk gagn­fræðaprófi frá Gagn­fræðaskól­an­um í Reykja­vík, Ingimars­skól­an­um, árið 1942. Þá út­skrifaðist hann sem leik­ari frá Leik­skóla Lárus­ar Páls­son­ar árið 1945 auk þess sem hann nam við leik­list­ar­skóla Kon­ung­lega leik­húss­ins og í einka­tím­um í Kaup­manna­höfn árið 1946.

Frá ár­inu 1944 lagði Ró­bert stund á leik­list­ina, á ár­un­um 1944-1949 hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur, Fjala­kett­in­um og Bláu stjörn­unni en frá 1949 hjá Þjóðleik­hús­inu.

Ró­bert lék um 230 leik­sviðshlut­verk í og utan Þjóðleik­húss­ins, m.a. í Kaup­mann­in­um í Fen­eyj­um, Fjalla-Ey­vindi, Íslands­klukk­unni, Ama­deusi, Tóp­as, Fást, Nas­hyrn­ing­un­um, Sól­ar­ferð, Tú­skild­ing­sóper­unni, Fiðlar­an­um á þak­inu, Mávin­um og heim­kom­unni. Þá lék hann yfir 600 hlut­verk í út­varpi, sjón­varpi og kvik­mynd­um, m.a. í Brekku­kots­ann­ál, Para­dís­ar­heimt, 79 af stöðinni og Fía­skó.

Á leik­ferli sín­um hlaut Ró­bert ýmis verðlaun, meðal ann­ars Silf­ur­lampa Fé­lags ís­lenskra leik­dóm­ara fyr­ir titil­hlut­verk í Góða dát­an­um Svæk árið 1956, fyr­ir Pún­tila í Pún­tila bóndi og Matti vinnumaður og fyr­ir Tevje mjólk­ur­póst í Fiðlar­an­um á þak­inu árið 1969.

Þá var Ró­bert sæmd­ur Ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1970, gull­merki Fé­lags ís­lenskra leik­ara árið 1971 og fékk viður­kenn­ingu rík­is­sjóðs Íslands árið 2000 fyr­ir leik­list­ar­starf í Þjóðleik­hús­inu í 50 ár.

Árið 2007 hlaut Ró­bert svo heiður­sverðlaun Leik­list­ar­sam­bands Íslands á Grímu­verðlaun­un­um.
Sites:
[a3151157]

Artist

Róbert Arnfinnsson Discography Tracks

Albums

KALP 48 Róbert Arnfinnsson Við Sundin Blá(LP) His Master's Voice KALP 48 Iceland 1974 Sell This Version

Singles & EPs

SG 560 Róbert Arnfinnsson Lög Úr Söngleikjunum Zorba Og Fiðlarinn Á Þakinu(7", EP) SG-Hljómplötur SG 560 Iceland 1971 Sell This Version