Messíana Tómasdóttir

Messíana Tómasdóttir

Real Name:
Messíana Tómasdóttir
Profile:
Messíana Tómasdóttir / Icelandic.
Messíana Tómasdóttir stundaði nám í myndlist, textíl, leikmyndateiknun og strengjabrúðulist í Danmörku, Frakklandi og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Messíana er höfundur að leikmyndum og búningum í yfir sjötíu leiksýningum fyrir leikhús, óperur og sjónvarp hér heima, í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi og Bandaríkjunum.
Messíana hefur, auk samsýninga, haldið um fimmtán einkasýningar á tví- og þrívíðum myndverkum sem aðallega eru unnin í pappír og plexígler, en þar sem eitt aðal viðfangsefnið er liturinn sem slíkur.
Messíana hefur flutt fyrirlestra og haldið námskeið um litafræði og brúðuleikhús hér heima og víða erlendis. Auk fjölda starfs- náms- dvalar- og ferðastyrkja var Messíana valin Borgarlistamaður Reykjavíkur 1982 og Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2001.
Messíana rekur eigið leikhús, Strengjaleikhúsið, sem hefur pantað og frumflutt sjö íslenskar nútímaóperur auk annarra tónlistar- og brúðuverka. Mörgum af uppfærslum Strengjaleikhússins hefur verið boðið í sýningarferðir erlendis og óperur þess hafa verið tilnefndar til tónlistarverðlauna.
[a6400647]

Artist

Messíana Tómasdóttir Discography Tracks

Albums

JAP9530-2 Hjálmar H. Ragnarsson Og Messíana Tómasdóttir Hjálmar H. Ragnarsson Og Messíana Tómasdóttir - Sónata: Ævintýraópera(CD, Album) Japis JAP9530-2 Iceland 1995 Sell This Version